Tuesday, June 29, 2010

Skemmtileg hönnun

Mig langaði að setja hérna inn mynd af þvottakörfu úr Tiger
sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Körfuna er hægt að brjóta saman þar til að hún verður u.þ.b. 1/8 af upphaflegri
stærð sinni. Hún hentar mjög vel þar sem ég bý í litilli íbúð.



Í skólanum mínum höfum við stundum rætt um hönnuði eða uppfinningamenn sem eiga skilið að vera ríkir eins og t.d. mennina á bak við Tetra Pak og ég held að þessi hönnuður megi alveg vera svolítið fjáður.

Tuesday, June 1, 2010

Hvítar tennur

Ég prufaði í gær að bursta tennurnar með stöppuðu jarðaberi, eitthvað sem ég las á netinu. Þetta virkaði fínt og er miklu bragðbetra en að nota matarsóda.

Tennurnar urðu miklu hvítari en áður.