Sunday, May 30, 2010

Nýtt blogg

Eftir að hafa ekki bloggað mjög lengi hef ég ákveðið að byrja aftur á gömlu bloggsíðunni minni.

Í gær varð ég 35 ára og fagnaði því svo í dag með fjölskyldunni.

Ég bakaði köku sem ég tók með mér í Hafnarfjörðinn sem heppnaðist þó nokkuð vel. Þetta er algjör sykur og kaloríubomba (ég fékk uppskriftina úr Gestgjafanum en hef breytt henni svolítið)

Seinna langar mig reyndar að prufa að gera aðeins hollari útgáfu af henni.

Spari-brownies

100 gr. Pekanhnetur

150 gr. Mars súkkulaði

50 gr. Mars súkkulaði til skrauts.

100 gr. Suðusúkkulaði

100 gr. Smjör

2 stór egg

½ tsk vanilludropar

¼ tsk salt

165 gr. Sykur

150 gr. Hveiti.

Fyrst eru pekanhneturnar ristaðar á þurri pönnu (við lágan hita) þar til þær fara að ilma. Svo eru þær saxaðar smátt (eða eftir smekk) og geymdar.

Mars súkkulaði er smátt saxað og geymt þar til seinna.

Suðusúkkulaðið er brætt ásamt smjörinu yfir vatnsbaði við vægan hita.

Hrærið eggin, vanilludropa, salt og sykur vel saman í hrærivél eða með þeytara þar til blandan er létt og freyðandi.

Þegar súkkulaði og smjörblandan er brædd er henni hrært við eggjahræruna.

Svo er sigtuðu hveiti, pekanhnetunum og mars súkkulaðinu bætt við og hrært vel.

Næst er eldfast mót (ég notaði mót sem er u.þ.b. 20x20 cm) smurt og deginu dreift jafnt í mótið og 50 gr. af mars súkkulaði saxað fínt og dreift yfir.

Kakan er bökuð í 40-45 mínútur við 180°c.

Stingið gafli í kökuna ef hún er orðin nokkuð þétt og stíf þá er hún tilbúin (annars er það ekki verra að hafa hana svolítið mjúka :)

Best er að nota skálar því þetta er svolítil slubbukaka og gott er að bera fram með henni ávexti, ís eða þeyttan rjóma.

No comments:

Post a Comment