Sunday, August 1, 2010
Ýmis handavinna og dútl
Gunnsteinn Þór sem er sonur vina minna (Eygló og Óli) varð eins árs í júlí og ég heklaði handa honum kanínu með trefil, svo fékk Gunnsteinn trefil í stíl
Trefillinn hans Gunnsteins.
Kanínan er ekki komin með nafn enn ég bíð spennt þar til að eigandinn velur nafn, þ.e.a.s. þegar hann er búinn að læra að tala.
Ég fann nýtt hlutverk fyrir gamalt pillubox sem safnaði bara ryki. Pilluboxið passaði fínt fyrir smádót, aðallega skartgripi.
Ég bjó til skartgripahengi úr striga sem ég átti, ég teiknaði fyrst á hann mynstur sem ég gerði í skólanum í vetur.
Hérna er ég búin að mála á strigann með bleki.
Ég notaði stoppunál til að stinga götin fyrir skartgripina og krókarnir eru úr stórum lituðum bréfaklemmum, ég ætla reyndar að reyna að finna betri króka, kannski ég finni eithvað í jólabúðinni.
Þetta heppnaðist bara nokkuð vel.
Auðvita varð ég líka að setja inn myndir af kisu.
Litla loðdýrið mitt á uppáhalds kúrustaðnum sínum.
Tuesday, June 29, 2010
Skemmtileg hönnun
sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Körfuna er hægt að brjóta saman þar til að hún verður u.þ.b. 1/8 af upphaflegri
stærð sinni. Hún hentar mjög vel þar sem ég bý í litilli íbúð.
Í skólanum mínum höfum við stundum rætt um hönnuði eða uppfinningamenn sem eiga skilið að vera ríkir eins og t.d. mennina á bak við Tetra Pak og ég held að þessi hönnuður megi alveg vera svolítið fjáður.
Tuesday, June 1, 2010
Hvítar tennur
Sunday, May 30, 2010
Regluleg vonbrigði
Hvað er að fólki? Af hverju kýs það helvítis íhaldið yfir sig aftur og aftur þó að það viti hvernig fólkið í þessum flokki hegðar sér.
Og það óskiljanlegasta við þetta allt saman er að því minni menntun sem fólk hefur, því meiri líkur er að það kjósi sjálfstæðisflokkinn.
Fólk virðist ekki læra af fyrri reynslu.
Þetta er eins og að fara á barinn og hella sjál(ur) rohypnol í glasið sitt.
Pirr, pirr, pirr.
Nýtt blogg
Eftir að hafa ekki bloggað mjög lengi hef ég ákveðið að byrja aftur á gömlu bloggsíðunni minni.
Í gær varð ég 35 ára og fagnaði því svo í dag með fjölskyldunni.
Ég bakaði köku sem ég tók með mér í Hafnarfjörðinn sem heppnaðist þó nokkuð vel. Þetta er algjör sykur og kaloríubomba (ég fékk uppskriftina úr Gestgjafanum en hef breytt henni svolítið)
Seinna langar mig reyndar að prufa að gera aðeins hollari útgáfu af henni.
Spari-brownies
100 gr. Pekanhnetur
150 gr. Mars súkkulaði
50 gr. Mars súkkulaði til skrauts.
100 gr. Suðusúkkulaði
100 gr. Smjör
2 stór egg
½ tsk vanilludropar
¼ tsk salt
165 gr. Sykur
150 gr. Hveiti.
Fyrst eru pekanhneturnar ristaðar á þurri pönnu (við lágan hita) þar til þær fara að ilma. Svo eru þær saxaðar smátt (eða eftir smekk) og geymdar.
Mars súkkulaði er smátt saxað og geymt þar til seinna.
Suðusúkkulaðið er brætt ásamt smjörinu yfir vatnsbaði við vægan hita.
Hrærið eggin, vanilludropa, salt og sykur vel saman í hrærivél eða með þeytara þar til blandan er létt og freyðandi.
Þegar súkkulaði og smjörblandan er brædd er henni hrært við eggjahræruna.
Svo er sigtuðu hveiti, pekanhnetunum og mars súkkulaðinu bætt við og hrært vel.
Næst er eldfast mót (ég notaði mót sem er u.þ.b. 20x20 cm) smurt og deginu dreift jafnt í mótið og 50 gr. af mars súkkulaði saxað fínt og dreift yfir.
Kakan er bökuð í 40-45 mínútur við 180°c.
Stingið gafli í kökuna ef hún er orðin nokkuð þétt og stíf þá er hún tilbúin (annars er það ekki verra að hafa hana svolítið mjúka :)
Best er að nota skálar því þetta er svolítil slubbukaka og gott er að bera fram með henni ávexti, ís eða þeyttan rjóma.