Sunday, August 1, 2010

Ýmis handavinna og dútl

Undanfarið hef ég verið að hekla og gera ýmislegt fyrir íbúðina sem ég bý í.

Gunnsteinn Þór sem er sonur vina minna (Eygló og Óli) varð eins árs í júlí og ég heklaði handa honum kanínu með trefil, svo fékk Gunnsteinn trefil í stíl
Trefillinn hans Gunnsteins.

Kanínan er ekki komin með nafn enn ég bíð spennt þar til að eigandinn velur nafn, þ.e.a.s. þegar hann er búinn að læra að tala.
Ég fann nýtt hlutverk fyrir gamalt pillubox sem safnaði bara ryki. Pilluboxið passaði fínt fyrir smádót, aðallega skartgripi.Ég bjó til skartgripahengi úr striga sem ég átti, ég teiknaði fyrst á hann mynstur sem ég gerði í skólanum í vetur.Hérna er ég búin að mála á strigann með bleki.
Ég notaði stoppunál til að stinga götin fyrir skartgripina og krókarnir eru úr stórum lituðum bréfaklemmum, ég ætla reyndar að reyna að finna betri króka, kannski ég finni eithvað í jólabúðinni.

Þetta heppnaðist bara nokkuð vel.
Auðvita varð ég líka að setja inn myndir af kisu.
Litla loðdýrið mitt á uppáhalds kúrustaðnum sínum.